Góðvinir Grunnavíkur-Jóns
Góðvinir Grunnavíkur-Jóns er félagsskapur sem stofnaður var í Reykjavík árið 1994. Félagið hefur að markmiði að breyta þeirri mynd sem menn hafa af Jóni Ólafssyni úr Grunnavík og standa vörð um fræðimannsheiður hans með því að kynna hann, æviferil hans og störf. Góðvinir hafa í þessu skyni beitt sér fyrir útgáfu á verkum Jóns og umfjöllun um þau, sem og málþingum um Jón og verk hans. Á vetrin hittast góðvinir reglulega á góðvinafundum þar sem rætt er um ævi og störf Jóns og hlýtt á sprokmeistara úr hópi góðvina fjalla um verk hans eða lesa úr þeim. Á sumrin fara góðvinir í hólagöngur á slóðir Jóns, ýmist hérlendis eða erlendis.